Samstarf innanlands

Íslandsdeild ICOMOS tilnefnir fulltrúa í landsnefnd Bláa skjaldarins sem eru alþjóðasamtök sem ICOMOS á aðild að ásamt alþjóðasamtökum safna (ICOM), bókasafna (IFLA) og skjalasafna (ICA).

Blái skjöldurinn, sem segja má að sé Rauði kross menningarminja, vinnur að verndun menningararfs og bregst við þegar menningarverðmæti eru í hættu vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Grundvöllur að starfi Bláa skjaldarins er Haag-sáttmálinn frá 1954.

Íslandsdeild ICOMOS tilnefnir ásamt FÍSOS-Félag íslenskra safna og safnmana og Íslandsdeild ICOM einn fulltrúa í húsafriðunarnefnd, sbr. 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Fulltrúi félaganna er Helga Maureen Gylfadóttir (2021-2025)

Fulltrúi Íslandsdeildar ICOMOS í Bláa skildinum er Sólrún Inga Traustadóttir (2019-2023)