Félagið

Íslandsdeild ICOMOS er landsdeild ICOMOS – International Council on Monuments and Sites, stofnuð árið 1999. ICOMOS eru alþjóðleg frjáls félagasamtök er vinna að verndun og viðhaldi menningarminja og umhverfis þeirra. ICOMOS er UNESCO -Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og heimsminjanefnd UNESCO til ráðgjafar um verndun menningarminja.

Íslandsdeild ICOMOS starfar í anda markmiða ICOMOS sem skilgreind eru í 3. gr. samþykkta samtakanna og vinnur að verndun og varðveislu áþreifanlega og óáþreifanlegra menningarminja. Markmið Íslandsdeildar ICOMOS r er að stuðla að því að auka skilning á mikilvægi menningararfs, menningarminja og umhverfis þeirra á Íslandi og á alþjóðavísu. Íslandsdeild ICOMOS vinnur að verkefnum á sviði verndunar með því að koma á framfæri alþjóðlegum samþykktum um verndun menningararfs og stuðla að umræðu og miðlun upplýsinga um menningararf innan lands og utan. Íslandsdeild ICOMOS fjallar um grundvallar ákvarðanir um meðferð menningarminja, lögfræðilegs og tæknilegs eðlis og um stjórnsýslulega umönnun þeirra.

Skrifstofa ICOMOS er í París.

Félagar í ICOMOS í desember 2020:

10500

með einstaklingsaðild

248

stofnanir

104

landsnefndir

28

alþjóðlegar vísindanefndir