Heimsminjar

Samningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins frá 1972 liggur til grundvallar heimsminjaskrá UNESCO. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1995. ICOMOS er ráðgjafi UNESCO við val á stöðum á heimsminjaskrá og leggur til sérfræðiþekkingu við mat  á stöðum sem sækjast eftir umsóknarferlinu og við eftirlit með heimsminjastöðum. Íslandsdeild  ICOMOS skal stuðla að samstarfi við heimsminjanefnd Íslands og veita ráðgjöf varðandi val á minjastöðum á yfirlitsskrá heimsminja og undirbúning tilnefninga á heimsminjaskrá UNESCO.