Gerast félagi

Stjórn Íslandsdeildar ICOMOS býður alla þá sem starfa á vettvangi verndunar menningarminja velkomna. Með því að gerast félagi í Íslandsdeild ICOMOS öðlast félagar aðild að alþjóðasamtökum ICOMOS og samfélagi fagfólks sem starfar að verndun menningarfs um víða veröld. Félagar skulu hafa sérfræðiþekkingu á einhverju þeirra sviða sem snerta markmið ICOMOS eins og þau eru skilgreind í 3. grein samþykkta ICOMOS.

Umsókn um aðild að Íslandsdeild ICOMOS skal senda til stjórar á netfangið icomosiceland@gmail.com

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um menntun og starfsferil.

Aðild er samkvæmt fjórum flokkum: Einstaklingsaðild, stofnanaaðild, ungt fagfólk undir þrítugu og nemendur

Félagsmenn greiða árgjald sem er mismunandi eftir flokkum. Árgjald er samþykkt af aðalfundi ár hvert.