
Í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins stóðu Minjastofnun Íslands og Íslandsdeild ICOMOS fyrir málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið var í IÐNÓ þann 27. nóvember.
Evrópska húsverndarárið 1975 og Amsterdamyfirlýsingin marka tímamót í sögu húsverndar og baráttu fyrir verndun og uppbyggingu byggingararfsins á Íslandi. Á málþinginu var sjónum beint að byggingararfi í fortíð, nútíð og framtíð. Upptaka frá málþinginu er aðgengileg hér. Dagskrá málþings má finna hér.
