
ICOMOS hefur nú opnað heimasíðuna PUBLICOMOS sem er nýr rafrænn skjalasafnsvettvangur. Á síðunni má finna heildarskrá yfir allar útgáfur ICOMOS frá stofnun samtakanna árið 1965. Í skjalasafninu má finna yfir 15.000 heimildir, þar af yfir 2.000 greinar í opnum aðgangi. Frá og með október mun PUBLICOMOS einnig bjóða upp á aðgang að skjalasafni sem nær aftur til ársins 1965. PUBLICOMOS er aðgengilegt á ensku, frönsku og spænsku.
Nánar um PUBLICOMOS hér.