Skip to main content

Slökkvitæki til Úkraínu

By júlí 18, 2022Fréttir

ICOMOS hefur sent 440 vatnsúðaslökkvitæki til Úkraínu þar sem þeim verður komið fyrir í timburkirkjum – sem nefnast tserkvas, en um 2500 slíkar kirkjur eru í Úrkraínu. Átta þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO og verður í forgangi að verja þær og einnig aðrar timburkirkjur sem taldar eru í mestri hættu vegna stríðsátakanna. Þess er vænst að með slökkvitækjunum megi vernda um 200 kirkjur. ICOMOS hefur unnið að því að koma slökkvitækjunum til Úkraínu í samstarfi við landsnefnd ICOMOS í Úkraínu og tvo sjóði sem vinna að verndun menningararfs; Foundation to Preserve Ukraine´s Sacral Art og World Monuments Fund. Tækin voru afhent björgunarmiðstöð  menningarminja í Luiv þaðan sem þeim verður komið í kirkjurnar. Sjá nánar hér:

https://www.icomos.org/en/469-members/committees/ukraine/108202-the-foundation-to-preserve-ukraine-s-sacral-arts-icomos-and-world-monuments-fund-deliver-fire-extinguishers-to-protect-ukraine-s-wooden-churches