Skip to main content

Aðalfundur ICOMOS

By júní 8, 2022Fréttir

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOMOS var haldinn 28. apríl í Sjóminjasafninu. Á fundinum fór fram stjórnarkjör og ný stjórn er þannig skipuð: Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður, María Karen Sigurðardóttir, ritari, sem fyrir sátu í stjórn. Nýr gjaldkeri er Ásta Hermannsdóttir og meðstjórnendur eru Alma Sigurðardóttir og Bjarki Wium Sveinsson sem kemur nýr inn í stjórnina. 
Á fundinum var rætt  um þriggja ára starfsáætlun ICOMOS 2021-23, en yfirskrift hennar er: Menningararfur og aðgerðir í loftslagsmálum.  Stefnt er að halda málsstofu í haust um menningararf og loftslagsmál og halda áfram umræðum frá málþinginu sem haldið var í desember á síðasta ári.

Í ár verða liðin 50 ár frá því að samningur UNESCO um verndun náttúru- og menningararfleifðar heimsins frá 1972 var samþykktur. Á árlegum fundi Evrópuhóps ICOMOS í Kraká í júní verður þessa minnst með tvegga daga ráðstefnu sem verður hægt að fylgjast með á Facebook. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á  https://unesco50.mck.krakow.pl/