Stjórn ICOMOS hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
ICOMOS fordæmir harðlega innrás Rússlands inn í fullvalda ríki Úkraínu, aðgerð sem stríðir gegn alþjóðalögum og gildum sem liggja til grundvallar sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. ICOMOS, fagleg samtök sem starfa á vettvangi verndunar menningarminja, fordæma einnig spjöll á menningarminjum í stríðsátökum hvar sem er í heiminum. Þá harmar ICOMOS fregnir um mismunun minnihlutahópa óbreyttra borgara sem eru á flótta frá Úkraínu.
Stjórn ICOMOS hefur falið alþjóðlegu vísindanefndinni ICORP – International Scientific Committee on Risk Preparedness, að skipa sérstakan starfshóp um málefni Úkraínu. Starfshópnum er falið að vinna í samræmi við siðareglur og verklagsreglur ICOMOS í vopnuðum átökum. Skal vinnuhópurinn hafa samráð við landsnefnd ICOMOS í Úkraínu við að safna og staðreyna upplýsingar um spjöll og ógnir sem að menningarminjum steðja sem og við aðgerðir í þágu menningarminja, sem nauðsynlegar eru á vettvangi. Sú vinna mun nýtast ICOMOS við ákvarðanatöku, skipulagning og aðgerðir hvar sem þeirra er þörf og mega verða til þess að styðja félaga okkar í Úkraínu.
ICOMOS minnir á ákvæði Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum og telur að söguleg byggð íKænugarði sem er á heimsminjaskrá UNESCO sé í hættu. Sjá: https://www.icomos.org/en/78-english-categories/105787-kiev